Sumarferð JÖRFÍ 8.-10. september
Sumarferð JÖRFÍ verður farin dagana 8 til 10. september. Að þessu sinni er för heitið á Mýrdalsjökul og tilgangurinn, auk útivistar á fallegum slóðum, að vitja um sumarafkomu víra sem boraðir voru í ísinn í maí 2017, í samvinnu JÖRFÍ, Jarðvísindastofnunar og Veðurstofu. Einnig verður kannað hvort aflestur næst af vírum sem settir voru út í maí 2016, en ekki tókst að vitja um þá haustið 2016.
Farið verður frá Shell Select á Höfða kl: 18:00 föstudaginn 8. September og líklegt að ekin verði Öldufellsleið og Mælifellssandur að skála Útivistar við Strút þar sem gist verður. Þar er trygg gistiaðstaða fyrir 20 manns, en vel huganlegt að tjalda eða sofa í bílum ef fleiri verða en skálinn rúmar. Á laugardeginum 9. á að vitja um mælistaðina á jökli, og þeir slást í för sem treysta sér til gangs, en ekki skortir staði til að skoða fyrir þá sem ekki kjósa gönguna.
En gönguvegalengdir eru: um 2.5 km frá slóða að jökli, 1 km frá sporði að fyrsta mælistað (M5-17), 1.5 að M5-16 og 4.1 þaðan í M4-16 og M4-17. Í hópnum sem lengst fer verður að vera eitthvert fólk sem kann að fara með línur og brodda. Mælt verður á hverjum stað hve mikið hefur bráðnað frá vírunum (lengd víranna uppúr ís, en einnig staðsetning þeirra með landmælinga GPS tæki).
Á laugardagskvöldi verður skemmtanahald eftir þörfum hvers og eins. Ekki verður neinn sameiginlegur matur en tekin með grillkol og olía. Ekið heim um Emstrur á sunnudegi 10. september.
Verð fyrir gistingu er enn ekki alveg víst, en verður nálægt 5000kr hvor nótt á mann.
Gott væri að heyra í þeim sem eru áhugasamir sem allra fyrst vegna skipulagningar.
Finnur (fp@hi.is; s:659-2383); Eyjólfur (eyjolfm@hi.is; s:864-3113).
Endilega komið þessu á framfæri við þá sem eru líklegir til að hafa gaman af svona ferð og/eða geta lagt okkur lið…