Aðalfundur JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar þrjár, gamlar, stuttmyndir um ferðir og rannsóknir á vatnajökli.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins

Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2017

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern mánudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan.

Dags. Áfangastaður Brottför
27. feb. Heiðmörk Vífilstaðahlíð Heiðmerkurhlið
13. mars Rauðavatn Morgunblaðshúsið
27. mars Garðaholt og Hleinar Hrafnista Hafnarfirði
10. apr. Hafravatn / Reykjaborg Select Vesturlandsv.
24. apr. Búrfellsgjá N1 Hafnarfirði
8. maí Tröllafoss Select Vesturlandsv.
22. maí Kringum Helgafell N1 Hafnarfirði
Sumarfrí
21. ágúst Dyradalir Select Vesturlandsv.
4. sept. Straumur N1 Hafnarfirði
18. sept. Úlfarsfell Skógrækt, Hamrahlíð