Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 25. október kl. 20:00.

Á fundinum mun Ívar Örn Benediktsson segja frá rannsóknum sínum á landmótun og sögu Múlajökuls. Að kaffihléi loknu sýinr Gunnlaugur Þór Pálsson nýja íslenska heimildamynd „Jöklaland – veröld breytinga“. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóv. Frekari upplýsingar berast innan tíðar. Takið kvöldið frá!