Vorfundur og nýtt fréttabréf
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 28. apríl, í Öskju. Á fundinum flytur Snorri Baldursson erindi um landnám lífs í nýju landi, m.a. við Vatnajökul, og Ragnar Th. Sigurðsson sýnir myndir frá umbrotunum í Holuhrauni.
Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: „Fréttabréf apríl 2015″.