Sumarferð JÖRFÍ – Breytt ferðaáætlun

Annað árið í röð setur afar óhagstæð veðurspá sumarferðarplön JÖRFÍ í uppnám! Fyrirhugaðri ferð í Húsafell og á Okið verður því breytt og róið á önnur mið.

Veðurspá er hagstæðust fyrir Suðurland og því er stefnan tekin á Þórsmörk um helgina. Tjaldað verður í Básum á Goðalandi og farið í styttri skoðunarferðir um svæðið. Ekki er ákveðinn brottfarartími úr bænum en Vilhjálmur Kjartansson mun fara um kaffileytið á morgun, föstudag. Ef þeir sem ætla með í Þórsmörk senda okkur skeyti á: „sumarferd(hjá)gmail.com“, þá mun þeim upplýsingum komið áfram til Villa sem mun velja tjaldstæði sem rúmar sem flesta. Það er rétt að fram komi að félagsmenn Útivistar fá frítt í tjaldgistingu í Básum.

Áður auglýst skoðunarferð í ísgöngin á Langjökli fellur því einnig niður. Athugað verður hvort fara megi dagsferð í lok sumars til að skoða framkvæmdirnar sem í gangi eru á jöklinum. Frekari upplýsingar munu berast síðar.