Veðurstöð í Kverkfjöllum

Veðurstöðin og vefmyndavélarnar í Kverkfjöllum erum komnar í gagnið á ný, eftir kuldalega vetrarvist í klakabrynju: „http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=13„. Björn Oddsson og M&T bera hita og þunga af verkefninu en Vinir Vatnajökuls veittu myndarlegan styrk til verkefnisins en jafnframt hafa Vegagerðin, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Jöklarannsóknafélag Íslands komið að því.

Horft úr vefmyndavél í Kverkfjöllum til Herðubreiðar

Horft úr vefmyndavél í Kverkfjöllum til Herðubreiðar

Snjóbílar HSSK við veðurstöð í Kverkfjöllum

Snjóbílar HSSK við veðurstöð í Kverkfjöllum

GJÖRFÍ og Suðurstrandarvegur

Laugardaginn 18. maí fer GJÖRFÍ um Suðurstrandarveg. Mæting er við Nesti Fossvogi kl. 10 á laugardagsmorgni og N1 við lækinn í Hafnarfirði kl 10.15.

Farið verður um Svartsengi, Grindavík og austur í Selvog, með stuttum göngu-, fræðslu- og nestisstoppum og e.t.v. T-kaffistoppi í Selvogi.