Vorfundur, nýtt fréttabréf og breytt GJÖRFÍ-ferð

Vorfundur Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 30. apríl í Öskju. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins.

Sama þriðjudag mun GJÖRFÍ jafnframt ganga um Öskjuhlíðina í stað þess að ganga á Keili. Brottför er kl. 18 frá Nauthól og gengið verður í um klukkustund um Öskjuhlíðina. GJÖRFÍ-liðar ætla því næst að snæða kvöldverð á Nauthól áður en þeir halda á vorfund Jöklarannsóknafélagsins í Öskju.

Ferð fellur niður

Fyrirhuguð skíðagönguferð GJÖRFÍ laugardaginn 6. október fellur niður.