Ráðstefna til heiðurs Helga Björnssyni sjötugum nk. laugardag
Í tilefni af sjötugsafmæli Helga Björnssonar jöklafræðings í desember s.l. höfum við vinir og vinnufélagar Helga ákveðið að halda stutta ráðstefnu honum til heiðurs, laugardaginn 12. janúar næstkomandi.
Ráðstefnan er haldin í samráði við erlenda samstarfsmenn Helga sem munu fjalla um jöklarannsóknir í fortíð og framtíð. Fyrirlestrar verða á ensku. Erlendur titill ráðstefnunnar er: „Northern Hemisphere Glaciers: Past, Present and their Future Fate“.
Ráðstefnan verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir.
Dagskrá erinda og veggspjalda er í viðburðadagatali HÍ, og hér
Áslaug Geirsdóttir, Bryndís Brandsdóttir, Gísli Már Gíslason og Gwenn Flowers.