Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldin laugardaginn 10. nóvember. Fordrykkurinn í ár er í boði Landsvirkjunar og hefst klukkan 18:00 að Háaleitisbraut 68. Rúta frá Guðmundi Jónassyni mun flytja gesti á sjálfan veislustaðinn sem að þessu sinnu er ÖRlítið fyrir utan höfuðborgina og mun því rútan flytja okkur aftur í bæinn að veisluhaldi loknu kl.1:00.

Miðinn kostar kr. 5.500,- og hefst miðasalan 23. okt. Miða má nálgast hjá Finni í Öskju (525-4936), Grétari í málmsteypunni Hellu hf Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði (898-5988), Hálfdáni (865-9551) eða Tómasi á Veðurstofunni og hjá skemmtinefnd sem einnig veitir allar nánari upplýsingar um árshátíðina; Ágúst Þór (695-3310), Hlín (849-6198) og Snævarr (897-7976). Miðar verða einnig til sölu á haustfundi félagsins.