Veðurspá sumarferðar
Veðurspá helgarinnar er hagstæð sumarferðinni. Búast má við að hlýjast verði austan- og suðaustanlands, og þar eru mestar líkur á björtu og þurru veðri.
Veðurspá helgarinnar er hagstæð sumarferðinni. Búast má við að hlýjast verði austan- og suðaustanlands, og þar eru mestar líkur á björtu og þurru veðri.
Brottför í sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður næsta föstudag kl. 14 frá Select Vesturlandsvegi, en farið er á einkabílum. Þeir sem hyggjast mæta í sumarferðina eru beðnir um að senda stutt tölvuskeyti þess efnis á: „sumarferd@gmail.com“.
Fyrirhuguð dagskrá er eins og áður var auglýst. Komið verður að Langasjó síðla föstudags og gist verður í tjöldum við skála Útivistar við Sveinstind en fararstjóri í ferðinni og leiðsögumaður verður Jósef Hólmjárn. Laugardagurinn verður nýttur í gönguferð um svæðið, t.d. um Sveinstind, Fögrufjöll eða útfallið en það ræðst af áhuga og stemmningu. Gert er ráð fyrir að aka í rólegheitum heimleiðis á sunnudag, skoða áhugaverða staði og velja skemmtilegar leiðir.
Minnum einnig á tilboð frá Vinum Vatnajökuls, sjá hér að neðan.
Í tilefni af sumarferð Jöklarannsóknarfélagsins að Langasjó þá vilja samtökin „Vinir Vatnajökuls“ bjóða meðlimum JÖRFÍ afslátt af bók samtakanna „Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð“ eftir Hjörleif Guttormsson. Bókin kom út fyrir síðustu áramót og býðst félögum JÖRFÍ að kaupa bókina á kr. 2.500,- í stað kr. 3.999,-. Til að nálgast bókina er hægt að senda tölvuskeyti á Kristbjörgu Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Vina Vatnajökuls, á netfangið „ksh hjá vinirvatnajokuls punktur is“.