Gönguferð GJÖRFÍ um nágrenni Álafosskvosar

Á morgun, þriðjudaginn 13. desember, mun GJÖRFÍ ganga um nágrenni Álafosskvosarinnar í Mosfellsbæ. Brottför er frá bílastæðinu í kvosinni kl. 18:00, sem er 30 mínútum síðar en áður var auglýst í fréttabréfinu. Kíkt verður á kaffihúsið í kvosinni eftir gönguna. Munið ennisljósin!