Sumarferð frestað

Vegna óhagstæðrar veðurspár verður hætt við sumarferð að Langasjó helgina 1.-3. júlí. Athugað verður hvort næsta helgi bjóði upp á betra veður en nánari upplýsingar birtast á vefnum þegar nær dregur.

Vegna sumarferðar að Langasjó

Verið er að huga að undirbúningi sumarferðar að Langasjó. Veðurspá er sem stendur mjög óhagstæð og því kemur til greina að ferðinni verði frestað um viku. Það skýrist á næstu dögum og frekari upplýsingar munu birtast hér.

GJÖRFÍ á Hátind

Á vegium GJÖRFÍ mun annað kvöld, þriðjudaginn 21.júní verða gengið á Hátind í Grafningi.  Lagt verður af stað kl.18:00 frá Select við Vesturlandsveg.   Ástvaldur (Valdi rakari) og Jórunn bjóða upp á kaffi og kleinur í bústað sínum að göngu lokinni.

Sumarferð að Langasjó

Við minnum á sumarferð Jöklarannsóknafélagsins sem farin verður að Langasjó fyrstu helgina í júlí. Lagt verður af stað kl. 12 á hádegi föstudaginn 1. júlí frá Select Vesturlandsvegi. Leiðsögumaður okkar verður Snorri Zóphóníasson. Gist verður við skála Útivistar við Sveinstind en félagið hefur tekið frá allnokkur svefnrými í skálanum sem fara til þeirra fyrstu sem eftir þeim sækjast. Skráning í ferðina og fyrirspurn/bókun á gistirými í skála fer fram á netfangið sumarferd@gmail.com eða hjá Þóru Karlsdóttur í síma 8663370.