Glataðar skráningar

Vegna tæknilegra örðugleika hafa skráningar og fyrirspurnir í gegnum vefsíðuna á síðustu vikum glatast. Um leið og beðist er velvirðingar á þessum leiðindum, er þeim sem ekki hafa fengið svör við skráningum/fyrirspurnum vinsamlegast bent á ítreka beiðnir sínar.

Önnur gönguferð GJÖRFÍ

Forkólfar GJÖRFÍ vilja minna á aðra gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður annað kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 24. maí. Gengið verður um Búrfellsgjá í Heiðmörkinni og fararstjóri verður Magnús Hallgrímsson. Gangan hefst kl. 18 við bílastæði við Hjallaenda, en til að komast þangað þarf að fara framhjá Vífilsstöðum, suður fyrir Vífilsstaðavatn og inn í Heiðmörkina. Sem fyrr verður gönguferðin á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Lesefni um göngusvæðið má t.d. nálgast hér.

Fyrsta gönguferð GJÖRFÍ í vor

Við minnum á fyrstu gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður í kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 10. maí. Brottför er kl. 18 frá Straumi við Straumsvík. Gönguferðin mun vera létt og á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Forkólfar GJÖRFÍ vísa í þessa vefsíðu til frekari fróðleiks um göngulandið.