Afmælisárshátíð JÖRFÍ 13. nóvember

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin 13. nóvember næstkomandi. Hún verður í góðum sal miðsvæðis í Reykjavík, en greint verður nánar frá tilhögun á haustfundinum og hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Þann 22. nóvember eru sextíu ár frá því félagið var stofnað og árshátíð því með veglegra sniði en alla jafna. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og fagna tímamótunum.

Haustfundur JÖRFÍ 26. október

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn
26.október 2010 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Efni fundarins: „Sprungur á jöklum kortlagðar.“ Snævarr Guðmundsson

Myndasýning: Magnús Hallgrímsson sýnir myndir af fólki á jökli

Nánari umfjöllun um efni fundarins má nálgast í glóðvolgu fréttabréfi JÖRFÍ sem má nálgast hér.

Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010. Mynd: Snævarr Guðmundsson

Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010.
Mynd: Snævarr Guðmundsson.

Fréttabréf JÖRFÍ – október 2010

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ hefur litið dagsins ljós og má nálgast hér.