Ráðstefna til heiðurs Sigfúsi Johnsen jöklafræðingi
Athygli er vakin á ráðstefnu til heiðurs Sigfúsi Johnsen jöklafræðingi sem haldin verður í lok ágúst næstkomandi í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar. Áður var ráðgert að halda ráðstefnuna í lok apríl en henni frestað vegna áhrifa eldgoss í Eyjafjallajökli á samgöngur.
Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga um þessar mundir. Hann hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu Norðurhvels Jarðar sl. 125.000 ár.
Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu.