Vinnuferð í Jökulheima 11. – 13. september

Hin árlega 13. septemberferð Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheima verður að þessu sinni helguð viðhaldi á skálum félagsins þar. Markmiðið er að taka skálana algjörlega í gegn að innan og strjúka þar út úr hverju skoti. Þá er einnig ráðgert að mála húsin að utan ef aðstæður leyfa í samvinnu við skálanefnd.
Verði verkefnaskortur seinnipart á laugardag er ráðgert að bregða gönguklossum á fætur og kanna Tröllagíga eða aðra áhugaverða staði í grenndinni.
Eftir lokafrágang á sunnudag verður haldin krókaleið heim, farið að Tröllinu og Hreysi við Tungnaá og upp á Snjóöldu ef útsýni verður gott. Seinnipartskaffi í Veiðivötnum áður en haldið verður heim.
Farið verður á einkabílum og er farlausum bent á að hafa samband við fararstjórann.

Brottför frá Select við Vesturlandsveg kl. 19.00 föstudaginn 11. september.

Fararstjóri verður Hlynur Skagfjörð Pálsson.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Hlyn í síma 893-0336 eða á sumarferd@gmail.com.

Viðhaldsferð frestað!

Fyrirhugaðri viðhaldsferð í Jökulheima er frestað. Nánari upplýsingar berast síðar.
Nefndin

Viðhaldsferð í Jökulheima

Næstkomandi helgi 14. – 16. ágúst verður farið í viðhaldsferð inn í Jökulheima undir forystu skálanefndamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að leggja land undir fót og pensla á þök geta nálgast frekari upplýsinga hjá Guðbirni (Bubba) formanni skálanefndar í síma 8977946.

Nefndin