Vorfundur JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28.apríl 2009 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Efni fundarins:

Himalayajöklar í hlýnandi loftslagi – Þorsteinn Þorsteinsson

Myndasýning: Skálabyggingar Jöklarannsóknafélagsins – Pétur Þorleifsson

Afkomumælingar á Mýrdalsjökli

Undanfarin tvö ár hefur afkoma verið mæld á Mýrdalsjökli eftir nokkuð stopular mælingar árin á undan. Í fyrra fór stór hópur á jökulinn og boraði 3 holur sem náðu 9, 10 og 12 metra dýpi sem er svipað og árið á undan.

Í ár verður haldið í hefðina og aftur mælt á Mýrdalsjökli. Ferðin er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi JÖRFÍ og öllum er frjálst að mæta og taka þátt. Ætlunin er að fara dagsferð á Mýrdalsjökul laugardaginn 9. maí. Ef veður verður óhagstætt verður leitað færis sunnudaginn 10. maí.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hálfdán með tölvupósti á halfdana@gmail.com eða í síma 865-9551. Fólk er hvatt til þess að hafa samband sem fyrst, hvort sem þeir eru eigendur jöklatækja eða eru farlausir en þá reynum við að finna laus sæti hjá samferðarmönnum okkar.