Árshátíð JÖRFÍ laugardaginn 8. nóvember 2008
Lagt verður upp frá nágrenni Select við Vesturlandsveg, hvar Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður til fordrykkjar í húsakynnum sínum stundvíslega kl. 17.30. Að þeirri stund lokinni verður haldið með langferðabíl á vit ævintýranna þar sem okkar bíður veislumatur og dansiball með lifandi tónlist í þéttbýli innan Stór-Kópavogssvæðisins…
Fólk ber ábyrgð á eigin veigum til hátíðarhaldanna sem koma má fyrir í til þess ætluðum álkistum sem verða til reiðu í fjallabílum fyrir utan Ölgerðina. Fyrir þá sem velja léttvín, gæti hvítvín verið viðeigandi.
Miðinn kostar 4.500,- íslenskar nýkrónur og fæst í Öskju (hjá Hrafnhildi: 849-7824 eða Finni: 525-4936), á Dalbrautinni (hjá Valda rakara: 568-6312) og í Orkugarði (hjá Hálfdáni veðurfréttamanni: 865-9551).
- Forsmekkurinn að myndagetrauninni: Hvaða jöklamælingamenn eru á myndinni og hvenær er hún tekin?