skálinn að Breiðá tekinn í gegn um Verslunarmannahelgina
/in Fréttir /by hrafnhaNokkrir félagar JÖRFÍ halda austur í sveitir um helgina og ætla að dytta að elsta skála félagsins á Breiðamerkursandi. Einnig stendur til að setja upp GPS tæki á sporði Breiðamerkurjökuls og kortleggja nokkra jökulgarða í sýslunni. Hvetjum félagsmenn til þess að líta við, leggja mat á framkvæmdirnar og fagna góða veðrinu.